Xanitalia er leiðandi í framleiðslu á háreyðingavaxi á Ítaliu. Þeir selja vax og aðrar vörur til allra heimshorna og hafa gert í fjölda ára. Úrvalið er ótrúlegt, bæði í rúlluvaxi og eins í harðvaxi. Hér er boðið uppá gæða vöru á góðu verði!

NÝTT var að koma frá Xanitalia flott harðvax sem hentar á stórsvæði, er auðvelt að drefia og skilur húðina eftir mjúka og hárlausa.

Xanitalia hefur búið til mjög fín myndbönd sem sýna hvernig er best að vinna með vaxvörurnar frá þeim. Smelltu á linkinn hér fyrir neðan til að sjá rétt vinnubrögð við harðvaxið frá þeim

NÝTT !! Xanitalia Pelables Extra Cristal braselískt vax með ferskum ilm

Extra Cristal Pelables

Þetta vax er lághitavax sem er sértaklega gott fyrir viðkvæma húð - og þá sérstaklega fyrir húð sem er gjörn á að sýna ofnæmisviðbrögð. Vaxið er án Colophony en með titanium dioxið. 

Það er hægt að vaxa stærri svæði með vaxinu sem er borið á frekar þunnt, - það er mælt með þessu vaxi þegar það á að vaxa karlmenn þar sem það tekur vel, brotnar ekki og ertir ekki. 

Það á ekki að nota olíu undir þetta vax - eingöngu eftir að búið er að fjarlægja hárin. 

 

Pelables Primo Pastilles er ljósbleikt harðvax sem hefur ríkulegt magn af Titanium Dioxið sem dregur úr roða húðarinnar og álagi á hana - Sérlega mjúkt og teygjanlegt lághitavax- hentar mjög vel þar sem allur líkaminn er vaxaður reglulega, einnig á minni svæði - jasmínu ilmur - ath leiðbeiningar á poka, ekki nota prevax olíu undir- 800gr

Pelables Extra er grænt harðvax sem inniheldur ríkulega af Chlorophylle sem gerir vaxið sérstaklega gott fyrir mjög viðkvæma húð - gott jafnvel fyrir mjög þurra, erta húð - mjög teygjanlegt mjúkt vax sem auðvelt er að taka af - gott í fyrstu vaxmeðferðina- ATH á ekki að nota olíu undir vaxið -

Titanium vax

Fáanlegt í nokkrum stærðum

Titanium Dioxið vaxið frá Xanitalia er sérstaklega gott fyrir viðkvæma húð. Það fæst í 100 ml fyllingu með ólíkri stærð af rúlluhaus áfastri, breiðan fyrir leggi, mjórri fyrir bikinisvæði og lítilli fyrir andlit.

Einnig er hægt að fá vaxið í 400 og 800 ml vaxdósum sem passa fullkomlega i vaxpottana frá Xanitalia.

Pure Essential Oil vax

Lavander kjarnaolía

Petit Grayn Pure Essential Oil vax inniheldur hreina kjarnoliu úr lavander sem er mjög róandi fyrir húðina og gerir vaxmeðferðina ánægjulegri.

Það fæst í 100 ml fyllingu með ólíkri stærð af rúlluhaus áfastri, breiðan fyrir leggi, mjórri fyrir bikinisvæði og lítilli fyrir andlit.

Einnig er hægt að fá vaxið í 400 og 800 ml vaxdósum sem passa fullkomlega i vaxpottana frá Xanitalia.

 

75 ml Honey vax er með mest seldu vaxfyllingunum frá Xanitalia

Frábært leggjavax

Þessar fyllingar passa mjög vel í algengustu vaxtækin sem snyrtistofur vinna með í dag.